Author Archives: Söguslóðir Austurlands

Aðalfundur Söguslóða Austurlands

Verður haldinn mánudaginn 28. nóvember í Hlymsdölum, Miðvangi 6, Egilsstöðum, og hefst kl. 20:00. Áður auglýstur fundur féll niður vegna veðurs.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf.
Farið yfir þau verkefni sem í gangi eru:
• Vopnfirðingasöguslóð.
• Næstu hugsanleg verkefni, Droplaugarsonasaga, Fljótsdælasaga.
• Sagt frá málþingi sem haldið var um bláklæddu konuna og fornar gersemar á Austurlandi og viðraðar hugmyndir um næsta málþing.

Önnur mál.

Stjórnin.

Auglýsingar

Bláklædda konan og fornar gersemar.

Opin málstofa um málefni fornminja Austurlands

Hótel Hérað laugardaginn 23. apríl klukkan 14:00 – 17:00

Dagskráin er á þá leið að Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur flytur erindið „Landnámskona frá Litlu-Ketilsstöðum á Héraði“ þar sem hún fjallar um „bláklæddu konuna“ svonefndu sem fannst í Hjaltastaðaþinghá 1938, en ný tækni hefur gert sérfræðingum kleyft að rýna í þennan fund með nýstárlegum hætti.

Aðrir sem taka til máls um málefni fornminja Austurlands eru:Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur Þjóðminjasafni Íslands, Baldur Pálsson, formaður Söguslóða Austurlands, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, Þuríður Elísa Harðardóttir, minjavörður Austurlands, Minjastofnun Íslands.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Söguslóða Austurlands og Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi. Markmiðið er að efna til samræðu milli sérfræðinga og almennings um málefni fornminja Austurlands. Austfirðingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um forminjaarf Austurlands.

 


Nýtt nafn og ný stjórn!

Á aukaaðalfundi í gærkvöld var samþykkt að breyta nafni félagsins í Söguslóðir Austurlands  og  urðu lítilsháttar breytingar á samþykktum félagsins sem fela í sér meira svigrúm til samstarfs um söguslóðaverkefni víðar á Austurlandi frá landnámi til vorra daga. Að öðru leyti heldur félagið áfram með sömu kennitölu og vinnur að svipuðum markmiðum og hingað til með sömu heimasíðu o.s.frv. Samþykktir Söguslóða Austurlands eru að finna hér .

Félögum hefur nú fjölgað um 5 og eru því samtals orðnir 41.  Bjóðum nýja félaga velkomna!

Aðalmenn í stjórn eru nú Baldur Pálsson, Jóhanna Thorsveinson og Þórður Mar Þorsteinsson.

Þökkum fráfarandi stjórnarmönnum fyrir störf sín undanfarin ár og bjóðum nýja stjórn velkomna!