Leiðsögn

Páll Pálsson með leiðsögn

Páll Pálsson frá Aðalbóli með leiðsögn í gönguferð

Ekkert jafnast á við það að fara um söguslóðir Hrafnkelssögu með fróðum mönnum eins og Páli Pálssyni frá Aðalbóli. Á Hrafnkelsdegi er alltaf farin ferð i með Páli þar sem sagan er rifjuð upp og heimsóttir nokkrir sögustaðir. Í annan tíma er hægt að hafa samband við ferðaþjónustuna á Aðalbóli og leita eftir leiðsögn. En Hrafnkelufélagið hefur einnig tekið nýjustu tækni í þjónustu sína til að leiðbeina ferðamönnum um söguslóðir.

TÆKNIN NÝTT VIÐ LEIÐSÖGN

Á síðustu árum hefur farsímaeign vaxið verulega í heiminum og ekki síst á Íslandi. Allir farsímar í dag eru með innbyggðum MP3-spilara sem þýðir að þeir geta spilað hljóðskrár sem hlaðið er inn í þá. Undanfarin þrjú ár hefur tækninni síðan fleygt enn frekar fram og kannanir sýndu í árslok 2010 að 43% Íslendinga áttu orðið svokallaða snjallsíma sem geta spilað myndbönd og sýnt myndir í meiri gæðum en áður. Árið 2012 hefur tala þeirra sem eiga snjallsíma tvöfaldast auk þess sem þeir símar eru nú með innbyggt GPS staðsetningarkerfi. Þessi tækniþróun gerir það að verkum að raunhæft er orðið kostnaðarlega að veita ferðamönnum rafræna leiðsögn á víðfeðmum söguslóðum þar sem það kostar ekki sérhæfðan tækjakost eins og áður var.

Eitt fyrirtæki á Íslandi, Locatify ehf, hefur þegar sérhæft sig á sviði leiðsagnar fyrir snjallsíma og tók Hrafnkelufélagið upp samstarf við það fyrirtæki árið 2010.

LEIÐSÖGN Í SNJALLSÍMA OG SPJALDTÖLVUR

Leiðsagnarverkefnið sem ráðist var í árið 2011 byggðist á því að velja áhugaverða staði sem vert er að segja frá eða kynna fyrir ferðamönnum, hvort heldur er út frá Íslendingasögum, þjóðsögum, náttúrufari, dýralífi eða samtímasögum. Síðan var farið á staðinn og tekin um stutt frásögn góðs leiðsögumanns um hann (hámark 2 mín. á stað) og staðurinn hnitsettur og einnig teknar myndir þar. Þetta var unnið inn á kort með mynd og tali sem hægt er að hlaða niður í snjallsíma eða spjaldtölvu og nýta á ferðalagi um þessar slóðir eða bara skoða heima í stofu. Búnir voru til ferðahringir eða ferðaleiðir sem eiga sér upphafs og endastöð. Leiðsögnin er síðan tengd við staðsetningarkerfið í símanum og fer í gang eftir hnitsettum punktum. Sumsstaðar er gert ráð fyrir að numið sé staðar og farið út úr bílnum, annað er frásögn á ferð. Fyrstu fjórar ferðirnar um Héraðið komu í sölu á netinu vorið 2012 og reyndar voru í leiðinni unnar tvær leiðir á Fjörðum.

SmartGuide

SmartGuide North Atlantic

Hægt er að nálgast þessa snjallleiðsögn á íslensku og ensku bæði fyrir iPhone og iPad gegnum iTunes verslunina. Sumt af leiðsögninni er frítt en fyrir annað þarf að greiða 1-3 dollara.

Snjallleiðsögnin er einnig í boði fyrir Android síma í íslensku og ensku.

Ferðir með snjallleiðsögn

Kort sem sýnir 6 leiðir með snjallleiðsögn á Austurlandi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: