Nýtt nafn og ný stjórn!

Á aukaaðalfundi í gærkvöld var samþykkt að breyta nafni félagsins í Söguslóðir Austurlands  og  urðu lítilsháttar breytingar á samþykktum félagsins sem fela í sér meira svigrúm til samstarfs um söguslóðaverkefni víðar á Austurlandi frá landnámi til vorra daga. Að öðru leyti heldur félagið áfram með sömu kennitölu og vinnur að svipuðum markmiðum og hingað til með sömu heimasíðu o.s.frv. Samþykktir Söguslóða Austurlands eru að finna hér .

Félögum hefur nú fjölgað um 5 og eru því samtals orðnir 41.  Bjóðum nýja félaga velkomna!

Aðalmenn í stjórn eru nú Baldur Pálsson, Jóhanna Thorsveinson og Þórður Mar Þorsteinsson.

Þökkum fráfarandi stjórnarmönnum fyrir störf sín undanfarin ár og bjóðum nýja stjórn velkomna!

Auglýsingar

Aukaaðalfundur félagsins!

Aukaaðalfundur félagsins verður haldinn kl. 20:00 miðvikudaginn 30.apríl á Bókasafni Héraðsbúa.

Nafna- og samþykktabreytingar auk kosningarstjórnarmanna eru aðaldagskrárliðir.

Nánari upplýsingar hér.  Samþykktir undir nýju nafni hér til samanburðar við samþykktir félagsins undir núverandi nafni hér.

Allir velkomnir og félagar sérstaklega hvattir til að mæta!

Spennandi verkefni framundan og stjórnarmenn óskast!

(Nafn félagsins verður ekki „Sögufélag Austurlands“. Það var einungis notað til að fylla inn í eyðurnar í samþykktunum…)

Kveðjur, stjórnin


Aðalfundur 2014

Aðalfundur félagsins 2014 verður haldinn á neðri hæð Gistihússins á Egilsstöðum kl.15 sunnudaginn 6.apríl nk. Allir velkomnir og félagar hvattir til að mæta!

Dagskrá:

1.Hefðbundin aðalfundarstörf

2. Umræður um verkefni framundan og óskir um þátttöku félaga

3. Önnur mál

 

*Veitingar til sölu á staðnum (kr. og kort).

Hrafnkelssaga með kortum,  gönguleiðalýsingum o.fl. 3.200 kr. / stk. (kr. eingöngu)

Með bestu kveðju,

Stjórnin