Aukaaðalfundur félagsins!

Aukaaðalfundur félagsins verður haldinn kl. 20:00 miðvikudaginn 30.apríl á Bókasafni Héraðsbúa.

Nafna- og samþykktabreytingar auk kosningarstjórnarmanna eru aðaldagskrárliðir.

Nánari upplýsingar hér.  Samþykktir undir nýju nafni hér til samanburðar við samþykktir félagsins undir núverandi nafni hér.

Allir velkomnir og félagar sérstaklega hvattir til að mæta!

Spennandi verkefni framundan og stjórnarmenn óskast!

(Nafn félagsins verður ekki „Sögufélag Austurlands“. Það var einungis notað til að fylla inn í eyðurnar í samþykktunum…)

Kveðjur, stjórnin

Auglýsingar

Aðalfundur 2014

Aðalfundur félagsins 2014 verður haldinn á neðri hæð Gistihússins á Egilsstöðum kl.15 sunnudaginn 6.apríl nk. Allir velkomnir og félagar hvattir til að mæta!

Dagskrá:

1.Hefðbundin aðalfundarstörf

2. Umræður um verkefni framundan og óskir um þátttöku félaga

3. Önnur mál

 

*Veitingar til sölu á staðnum (kr. og kort).

Hrafnkelssaga með kortum,  gönguleiðalýsingum o.fl. 3.200 kr. / stk. (kr. eingöngu)

Með bestu kveðju,

Stjórnin


Fréttabréf – febrúar 2014

Góðir félagar og aðrir áhugasamir,

Hér er stiklað á stóru um helstu viðfangsefni félagsins árið 2013 auk þeirra samstarfsverkefna og viðburða sem eru á döfinni. Tilkynnum einnig hér með að aðalfundur félagsins  verði haldinn kl.15 sunnudaginn 6.apríl á neðri hæð Gistihússins á Egilsstöðum. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í stjórn eða gerast nýir félagar eru hvattir til að hafa samband við stjórnarmenn sem fyrst. Vonumst til að sjá sem flesta!