Verkefni

Hrafnkell vegur Einar smala

Teikn. Pétur Behrens.

Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðingja og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Atburðarás sögunnar fer af stað þegar Hrafnkell drepur smalamann sinn fyrir að ríða á Freyfaxa, forláta hesti sem hann á til hálfs við guðinn Frey. Manndrápið leiðir til ósigra og niðurlægingar fyrir Hrafnkel en reynslunni ríkari byggir hann aftur upp veldi sitt. Hann nær fram hefndum gegn fyrrum andstæðingum og ríkir með meiri friði og velvild en áður.

VÍÐLESIN ÍSLENDINGASAGA

Kápa HrafnkelssöguHrafnkels saga Freysgoða er ein af styttri Íslendingasögunum en jafnframt ein af þeim víðlesnustu og vinsælustu. Hún hefur verið þýdd á tugi tungumála og komið út á Íslandi í óteljandi útgáfum, m.a. handhægum vasaútgáfum og skólaútgáfum. Engu að síður var talinn nauðsynlegur hluti af verkefninu að gera enn eina útgáfuna af Hrafnkelssögu, sérsniðna fyrir ferðamenn og í samhengi við söguslóðina. Unnar voru myndskreytingar fyrir útgáfuna af listamanninum Pétri Behrens. Þær myndir eru einnig nýttar á söguskilti og fleiri afurðir verkefnisins. Samningar tókust við IÐNÚ-bókaútgáfu um að annast útgáfu bókarinnar sem kom út á íslensku árið 2009. Dagný Bergþóra Indriðadóttir var ráðin af félaginu til að skrifa ítarefni og hafa umsjón með útgáfunni.

SÉRSTÖK FERÐAMANNAÚTGÁFA
Ferðamannaútgáfa Hrafnkelssögu samanstendur af sögunni sjálfri myndskreyttri og ítarefni. Dregin er upp mynd af því samfélagi sem sagan gerist í, þ. á m. goðaveldinu og ásatrú. Valdir staðir og viðburðir eru teknir fyrir sem jafnframt tengjast skiltum á söguslóðinni og gerð nánari grein fyrir aðstæðum og skiptum skoðunum um sannfræði sögunnar. Í bókinni eru einnig sérstakar gönguleiðalýsingar, bæði fyrir stikaðar leiðir og eins óstikaðar. Ljósmyndir eru notaðar til að sýna betur umhverfið á söguslóðinni og gefa innsýn í örnefni sem tengjast sögunni. Þá eru sömu kort og notuð eru á skiltunum á söguslóð nýtt í sama tilgangi í bókinni. Tekið var mið af því að margt af því ítarefni sem sett er fram í bókinni megi með auðveldum hætti taka saman í sérútgefna bæklinga, s.s. gönguleiðabækling.

Brot bókarinnar er handhægt og hún er öll litprentuð og rétt um 100 bls. Hún er í kiljuformi þannig að ekki þarf að verðleggja hana hátt. Stefnt er að því að gefa hana út ensku og þýsku og fleiri tungumálum innan tíðar. Aldrei áður hefur verið unnin slík útgáfa á Íslendingasögu og er því um ákveðið brautryðjendastarf að ræða sem er þegar orðin fyrirmynd fyrir aðrar söguslóðir á landinu.

Bókina er hægt að kaupa í öllum helstu bókaverslunum og á ferðamannastöðum á Fljótsdalshéraði.

Hér er einnig bein tenging á bókina í netverslun Eymundsson.

Opna úr ferðamannaútgáfunni

Glæsileg en handhægt ferðamannaútgáfa

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: