Hrafnkelssöguverkefnið

Stoppleikhópurinn 2008

Stoppleikhópurinn á Hrafnkelsdegi 2008.

Áform um að setja niður skilti á söguslóðum Hrafnkels sögu Freysgoða hafa verið uppi nokkuð lengi. Í upphafi var unnið að hugmyndinni undir merkjum áhugahóps nokkurra einstaklinga og svo með aðstoð frá Gunnarsstofnun. Í desember 2005 var síðan stofnað Félag áhugamanna um Hrafnkelssögu og sögutengda ferðaþjónustu á Héraði. Það félag ber ábyrgð á því verkefni sem hér er kynnt.

Verkefnið hefur þróast frá því að vera einfalt söguskiltaverkefni yfir í umfangsmikið, alhliða söguslóðarverkefni. Meginmarkmið verkefnisins er sem fyrr að fjölga þeim ferðamönnum sem leggja leið sína um söguslóðir Hrafnkels sögu Freysgoða og að undirbyggja frekari söguferðaþjónustu á Héraði en þó fyrst og fremst í Hrafnkelsdal og nágrenni á grundvelli þessarar víðlesnu Íslendingasögu. Verkefnið er margþætt en myndar sterka heild með samræmdri hönnun á merkingum, skiltum, bæklingum, vef, bók, snjallleiðsögn og öðru því efni sem framleitt verður. Samstarf er við IÐNÚ-bókaútgáfu um útgáfu á sérstakri myndskreyttri ferðamannaútgáfu á Hrafnkelssögu á nokkrum tungumálum og kom sú íslenska út í ágúst 2009. Í þeirri bók eru auk þess tilvísanir í merkingar og staði á söguslóðum auk korta, leiðarlýsinga, ljósmynda og ítarefnis.
Gott samráð er við landeigendur, ábúendur og sveitarfélög sem hlut eiga að máli. Þá hefur samkomulag verið gert við Fornleifavernd ríkisins um hvernig merkingum verður háttað í nágrenni friðlýstra fornminja.

Haugur Hrafnkels

Haugar Hrafnkels. Teikn. Pétur Behrens

Verkefni sem þetta verður ekki unnið nema í mörgum áföngum. Skref hafa verið tekin eftir því sem fjármagn hefur fengist. Í upphafi var stikuð ein gönguleið, svokölluð Aðfararleið frá Hálsenda við Brú um Fjallskoll að Aðalbóli. Síðan var byrjað að koma fyrir söguskiltum á völdum stöðum. Myndlistarmaðurinn Pétur Behrens á Höskuldsstöðum í Breiðdal var fenginn til að gera myndskreytingar sem bæði eru nýttar í bókinni og á söguskilti. Mikill kraftur var settur í verkefnið árið 2009 og ráðinn að því verkefnisstjóri til fjögurra mánaða. Afraksturinn var sá að í ágúst 2009 var söguslóðin opnuð formlega og ný ferðamannaútgáfa Hrafnkelssögu kynnt. Síðan hafa margir ferðamenn haldið til fundar við Freysgoðann en stefnt er á fjölgun þeirra á næstu árum m.a. fyrir tilstuðlan snjallleiðsagnar (smart guide) fyrir snjallsíma sem annar hver ferðamaður er nú með í vasanum. Sumarið 2011 var unnið stórt verkefni í að taka upp leiðsögn og mynda fyrir ferðaleiðir á svæðinu og komu þeir leiðsagnarhringir í sölu á netinu vorið 2012 á íslensku og ensku.

Skilti við Hálsenda

Dæmi um skilti af söguslóðum Hrafnkelssögu

Félag áhugamanna um söguslóðir Hrafnkelssögu og söguferðaþjónustu á Héraði er ber ábyrgð á verkefninu.

Ráðgjafar: Páll Pálsson á Aðabóli, Ragnar Ingi Aðalsteinsson aðjúnkt, Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vaðbrekku, Pétur Behrens myndlistarmaður.

Samstarfsaðilar: Iðnú-bókaútgáfa, Effekt-grafísk hönnun, Locatify-snjalleiðsögn, Gunnarsstofnun-verkefnisstjórnun, Sámur bóndi-ferðaþjónusta á Aðabóli, Á hreindýraslóðum-ferðaþjónusta á Skjöldölfsstöðum, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Vegagerðin.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: