Söguslóðir Hrafnkelssögu Freysgoða

Kort af söguslóðum Hrafnkelssögu

Kort af söguslóðum Hrafnkelssögu

Söguslóðir Hrafnkelssögu teygja sig vítt og breitt um Fljótsdalshérað og allt suður á Þingvelli. Meginsögusviðið er Hrafnkelsdalur, Fljótsdalsheiði og Fljótsdalur. Upplýsingaskiltum hefur verið komið fyrir á helstu sögustöðum eða þar sem útsýni er yfir sögusviðið. Víðast hvar er auðvelt að feta í fótspor Hrafnkels og annarra sögupersóna og láta söguna bera sig til fortíðar.

Söguskilti á Aðalbóli

Söguskilti á Aðalbóli

Kjarnastaður sögunnar er Aðalból í Hrafnkelsdal, sem gengur inn af Jökuldal. Þar var höfuðból Hrafnkels Freysgoða og í dag er þar rekin ferðaþjónusta og hægt að fá leiðsögn um sögustaði. Haugur Hrafnkels er þar enn sýnilegur milli bæjarhúsa auk þess sem greina má minjar frá fornri tíð þar sem útibúr hans á að hafa staðið.

Laugardaginn í verslunarmannahelgi hvert ár er haldinn Hrafnkelsdagur af Félagi áhugamanna um söguslóðir Hrafnkelssögu. Á honum er farið í ferð um söguslóðir undir leiðsögn sögufróðra manna og efnt til dagskrár á Aðalbóli.

Auðveldast er að ferðast um söguslóðir Hrafnkelssögu í bíl og eru söguskiltin sem komið hefur verið fyrir flest staðsett við vegi sem eru öllum bílum færir. Þeir eru merktir inn á kortið hér fyrir neðan. En fyrir þá sem vilja komast í enn meiri snertingu við söguna er tilvalið að fara í gönguferðir um söguslóðirnar. Í ferðamannaútgáfu sögunnar er að finna lýsingar á fjölmörgum gönguleiðum, stuttum og löngum.

Kort af söguslóðum Hrafnkelssögu

Kort sem sýnir helstu sögustaði, hvar skiltum hefur verið komið fyrir og fleira

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: