Hrafnkelssögudagur 2013

Eftir hlýtt og tiltölulega þurrt og gott sumar hrapaði hitastigið niður í nokkrar gráður fyrir ofan frostmark – einmitt um Verslunarmannahelgi! Vegna veðurs var Hrafnkelsdeginum frestað fram á sunnudag 4.ágúst í stað laugardagsins, en gestir létu það ekki á sig fá og voru samtals 53 manns sem tóku þátt í hátíðahöldunum. Dagskrá var með hefðbundnu sniði að mestu leyti. Rútuferð var í boði um söguslóðir Hrafnkelssögu Freysgoða með hinni frábæru leiðsögn Páls Pálssonar frá Aðalbóli. Nóg var að leikjum, bardögum, spilum, handavinnu og dansi að Aðalbóli. Auk þess var að sjálfsögðu snædd grilluð faxasteik að hætti Sáms ferðaþjónustu og eldsmiðja fyrir alla áhugasama og voru þeir yngstu sem fengu að prófa aðeins 10-12 ára gamlir. Þrátt fyrir kuldann skemmtu gestir sér vel og rútufarar nutu skemmtilegrar frásagnar Páls áfram til Egilsstaða um kvöldið.

Þökkum öllum samstarfsaðilum fyrir ómetanlegt framlag sitt og Ölgerð Egils Skalla-Grímssonar fyrir að styrkja félagið um drykki.

Hlökkum til að sjá fleiri á næsta ári! Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af gestum Hrafnkelsdags 2013.

Vígbúin börn liggja í leyni

Vígbúin börn liggja í leyni.

Bogfimin vekur forvitni

Bogfimi vekur forvitni.

Hörð barátta milli hnefans og árásarmanna

Hörð barátta hnefans og árasarmanna

Spjaldvefnaður

Gestir spreyta sig í spjaldvefnaði.

Flest leyfilegt í knattleik

Flest leyfilegt í knattleik

Bein, spávölur og refskák

Bein, spil og völur

Eldsmiðjan vinsæl

Eldsmiðjan vinsæl

Hráskinnuleikur barna

Hornskinna

Hressandi ketilkaffi

Hressandi ketilkaffi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: