Aðalfundur Söguslóða 2017

Aðalfundur Söguslóða Austurlands, var haldinn fimmtudaginn 22. júní 2017 í Hlymsdölum og hófst kl. 20:00.

Fyrir fundinum lá dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Farið yfir stöðu Vopnafjarðarverkefnisins, Vopnfirðingasöguslóð. 3. Hvert stefnum við? a. Fræðasetur „Sögustofa Austurlands“, rannsóknir á austfirskum sögum og menningararfi? b. Droplaugarsonasaga, Fljótsdælasaga, hvenær kemur að þeim? c. Sögu- og fornleifarannsóknir á Austurlandi, hvað getum við gert? d. Sagnamennska á Austurlandi, samstarf? e. Söfnun sögulegs efnis? 4. Önnur mál.

Formaður setti fund og bauðst til að stjórna honum og var það samþykkt. Formaður tilnefndi Unni Birnu Karlsdóttur sem ritara og var það samþykkt.

Gengið var til dagskrár. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. • Formaður kynnti ársreikning og skýrslu stjórnar. Ársreikningur borinn upp og samþykktur samhljóða ásamt skýrslu stjórnar. • Kosning stjórnar. Þessi gáfu kost á sér til stjórnarkjörs: Baldur Pálsson, Berghildur Fanney Hauksdóttir, Unnur Birna Karlsdóttir og til vara sem fyrsti varamaður Cathy Joshepson og annar varamaður, Þorsteinn Gústafsson. Samþykkt samhljóða. • Skoðunarmenn reikninga. Tilnefningar voru um óbreytta aðila: Philip Vogler og Þórður Mar Þorsteinsson. Samþykkt samhljóða.

2. Farið yfir stöðu verkefnisins Vopnfirðingasöguslóð á Vopnafirði. Kynnt skýrsla verkefnisstjóra.

3. Hvert stefnum við?

a. Fræðasetur („Sögustofa Austurlands“) um rannsóknir á austfirskum sögum og menningararfi? – Rætt um málið frá ýmsum hliðum, tækifærin og hvar mundi vera heppilegasta staðsetning slíkrar starfsemi eða einstakra verkefna.

b. Droplaugarsonasaga, Fljótsdælasaga, hvenær kemur að þeim? – Verkefnið rætt og fullur vilji til að halda hugmyndinni lifandi og setja á áætlun til næstu framtíðar hvað varðar fjármögnun og framkvæmd. c. Sögu- og fornleifarannsóknir á Austurlandi, hvað getum við gert? – Rætt um yfirstandandi merka fornleifarannsókn í Stöð í Stöðvarfirði og mikilvægi þess að félagið veki athygli á henni og þýðingu slíkra rannsókna á Austurlandi, meðal
annars með málþingi á næsta ári ef unnt verður. Einnig rætt um ýmis önnur brýn og bíðandi verkefni á sviði rannsókna á fornminjum á Austurlandi. d. Sagnamennska á Austurlandi, samstarf? – Tilefni þessa dagskrárliðar var efni síðasta Rótarýdags á Héraði þar sem þemað var sagnamennska á Austurlandi þar sem kom fram áhugi á að hlúa að þeim arfi og stofan félagsskap um það verkefni, og kom m.a. til tals hjá áhugafólki um sagnaarfinn að stofna til samstarfs við Söguslóðir Austurlands. Sjálfsagt þótti að halda málinu vakandi með því að ræða það á aðalfundi Söguslóða og ríkti stuðningur og jákvæðni í garð þessa efnis. e. Söfnun sögulegs efnis? – Rætt um átak í söfnum efnis á sviði sögu Austurlands og miðlun þess til almennings, t.d. á Facebook eða heimasíðu Söguslóða Austurlands. Einnig rætt um samfélagsmiðil, eins og t.d. Facebook-síðuna sem tækifæri til gagnvirkrar þátttöku áhugafólks um sögu Austurlands, þ.e. síðan er opin öllum að setja þar inn sögulegan fróðleik, vangaveltur eða fyrirspurnir.

4. Önnur mál. – Rætt um að koma á fót hópi sem myndi hittast reglulega og spjalla um félagið og söguleg efni, í gamni og alvöru. – Fráfarandi stjórnarmönnum þökkuð unnin störf í þágu félagsins. – Skráning nýrra félaga.

Fundi slitið 10.00
Sjálíka samhljóðandi fundargerð hér á síðu, í „Um – Útgefið efni“

Auglýsingar

Aðalfundur Söguslóða Austurlands

Verður haldinn mánudaginn 28. nóvember í Hlymsdölum, Miðvangi 6, Egilsstöðum, og hefst kl. 20:00. Áður auglýstur fundur féll niður vegna veðurs.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf.
Farið yfir þau verkefni sem í gangi eru:
• Vopnfirðingasöguslóð.
• Næstu hugsanleg verkefni, Droplaugarsonasaga, Fljótsdælasaga.
• Sagt frá málþingi sem haldið var um bláklæddu konuna og fornar gersemar á Austurlandi og viðraðar hugmyndir um næsta málþing.

Önnur mál.

Stjórnin.


Bláklædda konan og fornar gersemar.

Opin málstofa um málefni fornminja Austurlands

Hótel Hérað laugardaginn 23. apríl klukkan 14:00 – 17:00

Dagskráin er á þá leið að Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur flytur erindið „Landnámskona frá Litlu-Ketilsstöðum á Héraði“ þar sem hún fjallar um „bláklæddu konuna“ svonefndu sem fannst í Hjaltastaðaþinghá 1938, en ný tækni hefur gert sérfræðingum kleyft að rýna í þennan fund með nýstárlegum hætti.

Aðrir sem taka til máls um málefni fornminja Austurlands eru:Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur Þjóðminjasafni Íslands, Baldur Pálsson, formaður Söguslóða Austurlands, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, Þuríður Elísa Harðardóttir, minjavörður Austurlands, Minjastofnun Íslands.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Söguslóða Austurlands og Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi. Markmiðið er að efna til samræðu milli sérfræðinga og almennings um málefni fornminja Austurlands. Austfirðingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um forminjaarf Austurlands.